VIV II

Fasteignafjármögnun

Veðskuldabréfasjóður ÍV – VIV II hs. er sérhæfður sjóður skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Sjóðurinn fjárfestir í löngum verðtryggðum skuldabréfum útgefnum af lögaðilum sem tryggð eru með veði í atvinnufasteignum eða ibúðasöfnum. Fjárfestingartímabil sjóðsins hófst 2.maí 2019 og lauk þann 2. júlí 2023.  Sjóðurinn fjármagnar fjárfestingar sínar með útgáfu hlutdeildarskírteina til fagfjárfesta.  

Rekstrarfélag sjóðsins er ÍV sjóðir hf., kt. 491001-2080. Félagið er starfsleyfisskyldur rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Félagið er dótturfélag Íslenskra verðbréfa sem er vörsluaðili sjoðsins. Sjóðurinn er með starfsstöð að Hvannavöllum 14, 600 Akureyri.