Meðferð kvartana og réttarúrræði viðskiptavina

Íslensk verðbréf hf. annast samskipti við viðskiptavini ÍV sjóða hf. samkvæmt útvistunarsamningi. Starfsfólk félagsins leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum sem besta þjónustu þannig að ekki komi til kvartana og/eða ágreiningsmála.

Félagið hefur sett sér reglur um meðferð kvartana sem ætlað er að tryggja að brugðist verði við kvörtunum með skjótum og faglegum hætti og að mistök endurtaki sig ekki.

Kvartanir og ábendingar skulu sendar í tölvupósti á netfangið regluvarsla@iv.is eða bréflega á eftirfarandi póstfang:

Íslensk verðbréf hf.
Hvannavöllum 14
600 Akureyri
B.t. regluvarðar

Viðskiptavinir geta einnig borið ágreiningsefni undir Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki sem vistuð er hjá Fjármálaeftirlitinu eða undir dómstóla.  Varnarþing félagsins er á Akureyri. (Nánari upplýsingar um úrskurðarnefndina má finna á vef FME).