ÍV Íslensk hlutabréf - Aðallisti hs.

Síðast uppfært: 20.01.2025

Fyrir hvern er sjóðurinn?

ÍV Íslensk hlutabréf - Aðallisti er sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta sem er ætlaður þeim sem vilja ávaxta fjármuni til meðallangs eða langs tíma þar sem gengi sjóðsins sveiflast í takt við breytingar á hlutabréfamarkaði. Sjóðurinn hentar einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum.

Markmið og fjárfestingarstefna

Markmið sjóðsins er að ná góðri ávöxtun og áhættudreifingu með því að fjárfesta í hlutabréfum sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum markaði Nasdaq Iceland samkvæmt fyrirfram ákveðinni aðferðafræði sem er notuð sem grunnur að eignasamsetningu sjóðsins. Aðferðafræðin ákvarðar þannig hlutfall hvers hlutabréfs í sjóðnum en heimild er til skilgreindra frávika til að lágmarka viðskiptakostnað eða vegna tímasetningar greiðslna, s.s arðgreiðslna. Sjóðurinn hefur heimild til að víkja frá aðferðafræðinni til að tryggja sér hlutabréf í félögum þar sem skráning á skipulegan markað Nasdaq Iceland er fyrirhuguð og innan við 45 dagar eru þar til hlutabréf félagsins verða tekin þar til viðskipta.

Aðferðafræðin byggir á því að fjárfesta skilyrðislaust í jöfnum hlutföllum í þeim hlutabréfum sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum markaði Nasdaq Iceland á hverjum tíma.

Verðbreyting (upphafsgildi = 100)

Eignasamsetning

Stærstu eignir

Fjárfestingarstefna

Hlutabréf sem tekin hafa verið til viðskipta á
skipulegum markaði Nasdaq Iceland og hlutabréf                      90%- 100%
sem verða tekin til viðskipta innan 45 daga.

Heimilt frávik einstaks hlutabréfs frá                                            +/- 0,75%
aðferðarfræðinni                                                                         

Stærstu útgefendur

Verðbreyting tímabila Frá áramótum 3 mán 6 mán 12 mán
ÍV Íslensk hlutabréf - Aðallisti hs. 2,1% 16,8% 24,8% 12,6%
Verðbreyting ára 2024 2023 2022 2021 2020
ÍV Íslensk hlutabréf - Aðallisti hs. 14,0% 0,6% -12,3% 42,4% 28,0%

Grunnupplýsingar

Stærð (m.kr.) 1.694,2
Sjóðstjóri Halldór Andersen og Þorsteinn Ágúst Jónsson
Stofnár 2012
Umsýsluþóknun á ári 0.8%
Árangursþóknun Á ekki við
Árangursviðmið Á ekki við
Rekstraraðili ÍV sjóðir hf
Vörsluaðili Íslensk verðbréf hf

Viðskipti

Lágmarkskaup 5.000
Þóknun við kaup 1%
Þóknun við sölu 0%
Afgreiðslutími 10:00 til 14:00
Uppgjörstími 2 viðskiptadagar (T+2)
Áskriftarmöguleikar

Tölfræðilegar upplýsingar

Gengi sjóðs 20.01.2025 43.5869

Hvernig fjárfesti ég í sjóðnum?

Íslensk verðbréf er helsti söluaðili verðbréfa- og fjárfestingarsjóða sem reknir eru af ÍV sjóðum hf. ÍV sjóðir hf. er dótturfélag Íslenskra verðbréfa.  

Fjárfesting í sjóðunum fer fram í gegnum Verðbréfavef ÍV eða með því að hafa samband á iv@iv.is. Hægt er að spara reglulega með því að gerast áskrifandi að sjóðnum í gegnum Verðbréfavef ÍV 

1: Verðbréfavefur ÍV 

2: iv@iv.is

3: 460-4700

Skattlagning

Hagnaður af innlausn eignarhlutdeildar sjóðsins er skattskyldur á Íslandi. Skattskyldur hagnaðar ákvarðast samkvæmt lögum um tekju- og eignarskatt nr. 90/2003 og myndar eignarhlutdeild í sjóðnum stofn til greiðslu eignarskatts. Vörslufyrirtæki sjóðsins, Íslensk verðbréf hf., sér um að standa skil á fjármagnstekjuskatti samkvæmt 3. gr. laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, en hann leggst á þegar eignarhlutdeild í sjóðnum er seld með hagnaði eða þegar tekjur eru greiddar af eignarhlutdeild. Söluhagnaður ber 22% fjármagnstekjuskatt. 

Fyrirvari

ÍV Íslensk hlutabréf - Aðallisti hs. er sérhæfður sjóður fyrir almenning skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. ÍV sjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Íslensk verðbréf hf. eru vörsluaðili sjóðsins skv. ákvæðum sömu löggjafar.

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Vakin er athygli á að ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts.

Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel lykilupplýsingar, útboðslýsingar og reglur sjóðsins auk annarra þeirra upplýsinga sem fram koma á tilteknum vefsvæði hans. Sérstaklega er bent á umfjöllun um áhættuþætti sem fram koma í útboðslýsingum. Eftir atvikum er fjárfestum ráðlagt að afla sér ráðgjafar óháðs aðila.

Upplýsingar þær sem hér koma fram eru einungis veittar í upplýsingaskyni og þær ber ekki að skoða sem tilboð á einn eða annan hátt og ekki skal líta á efnið sem ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga.